Kasa fasteignir 461-2010.Stórholt 2. Fallegt 219,7 fm. einbýlishús með stakstæðum bílskúr í Holtahverfi. Húsið hefur allt verið endurnýjað á fallegan máta að innan. Íbúðarhluti er skráður 183,7 fm og bílskúr 36 fm. Efri hæðin skiptist í forstofu, borðstofu, stofu, eldhús, baðherbergi og þrjú svefnherbergi.Forstofa: Þar eru flísar á gólfum eins og á allri hæðinni.
Eldhús: Þar er ný innrétting, háglans hvít og svört, flísar á milli skápa, öll eldhús og blöndunatæki ný, flísar á gólfum. Borðplata er Quartz steinn.
Stofa: Rúmgott og bjart rými, flísar á gólfum, niðurtekið loft og innbyggð lýsing. Úr stofunni er gengið út á litlar svalir og þaðan út í garð.
Baðherbergi: Hefur verið fært og stækkað miðað við upprunalega teikningar. Þar er hvít háglans innrétting og Quartz steinn á vaskaborði, baðkar og sturta með sturtugleri.
Flísalagt í hólf og gólf. Niðurtekið loft og innbyggð lýsing, led lýsing í sturtu og upphengt salerni. Vönduð blöndunartæki.
Svefnherbergi: Eru þrjú á hæðinni eftir breytingar. Hjónaherbergi er með fataherbergi og svalir til austurs eru út úr hjónaherbergi. Hin svefnherbergin eru flísalögð og í öðru þeirra er loft tekið niður og innbyggð lýsing.
Frá gangi er gengið niður á neðri hæð.Neðri hæð: Skiptist í gang með stórum skápum, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.
Þar er inngangur inn á neðri hæðina á norðurhlið hússins og er gengið inn í flísalagðan gang.
Baðherbergi á neðri hæð er rúmgott og allt nýtt. Þar eru plötur á veggjum og flísar á gólfum, stök skápainnrétting, vaskur, sturta með vönduðum blöndunartækjum og upphengt salerni.
Á
gangi eru nýjir skápar.
Lítið
herbergi með fataskáp er við enda gangs.
Þvottahús er rúmgott með góðu skápaplássi. Þar eru flísar á gólfi, góð innrétting fyrir þvottavél og þurrkara. Útgengt er úr þvottahúsi.
Á neðri hæðinni er einnig rúmlega 20 fm
herbergi. Í því rými var áður spennistöð sem nú er farin úr húsinu.
Bílskúr: Stór stakstæður bílskúr er í nokkuð upprunalegu ástandi. Þar eru flísar á gólfum og hurðaopnari er á bílskúrshurð. Á milli bílskúrs og húss er svæði sem búið er að slétta en er ófrágengið að öðru leyti.
Búið er að múrviðgera og steypukústa svalir í suður /vestur og tröppur að aðalinngangi.
Suðurgarður sem býður upp á mikla möguleika í góðu næði í mikilli náttúrufegurð með flottu útsýni upp í Hlíðarfjall. Stutt í alla þjónustu.- Allar vatns- og frárenslislagnir eru nýjar í húsinu og út í götu. Búið er að fjarlægja eldri lögn frá húsinu og loka henni.
- Gólfhiti er í öllu húsinu.
- Ný hitaveitugrind með varmaskipti.
- Lagnir fyrir snjóbræðslu, en þær eru ótengdar.
- Ný rafmagnstafla og búið að draga nýtt í allt. Berker K1 rofar og tenglar. Ný útiljós eru á húsi.
- Innfeld ljós eru í stofu, þvottahúsi, baðherbergi og einu herbergjanna á efri hæð.
- Led lýsing er í sturtuhaus og sjampóhillu.
- Niðurtekið loft í stofu og baðherbergi með Philips hue borða allan hringinn.
- Flísar frá Vídd á gólfum og baði og Dekkor í forstofu og eldhúsi með epoxy fugu.
- Lagnir fyrir bílskúr, heitann pott og rafmagn á pall, Ótengt.
- Ný Siemens heimilistæki frá Rafha. Innbyggð uppþvottavél fylgir.
- Nýjar innihurðir og útihurðir.
- Búið er að endurnýja hluta af gleri.
- Nýleg screen og myrkrartjöld í öllum gluggum.
- Allar innréttingar og skápar frá Ikea. Quartz steinn í eldhúsi og baði.
- Ljósleiðari kominn inn og tengdur.
- Eigninni hefur verið breytt talsvert frá upprunalegum teikningum.Nánari upplýsingar veita:Sigurpáll á
[email protected] eða í síma 696-1006.
Helgi Steinar á
[email protected] eða í síma 666-0999.
Sibba á
[email protected] eða í síma 864-0054.
Ester - nemi til löggildingar fasteignasala á
[email protected] eða í síma 661-3929.
------------Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kasa fasteignir benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald sýslumanns af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati eignar.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.